Við hjá AF verktökum sérhæfum okkur í fjölbreyttri húsasmíði og bjóðum upp á heildarlausnir fyrir einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög. Frá stofnun félagsins árið 2022 höfum við unnið að fjölmörgum verkefnum um land allt – allt frá uppsteypu og þakskiptum yfir í viðhald, tréverk og gluggaskipti.
Við leggjum áherslu á:
Fagmennsku og nákvæmni í allri framkvæmd
Áreiðanleika og traust í samskiptum við viðskiptavini
Vandaðan frágang og lausnir sem standast tímans tönn
Starfsfólk okkar er fagmenntað, með viðeigandi réttindi og mikla reynslu. Við vinnum verk okkar af metnaði og ábyrgð – með það að markmiði að skila af okkur lausnum sem viðskiptavinir eru ánægðir með og vilja leita aftur til.
AF verktakar – traustur samstarfsaðili í öllum húsasmíðarverkefnum.