Byggingarfélagið Bestla var stofnað í mars 2014. Upphaflega er félagið fjölskyldufyrirtæki, stofnað af þeim feðgum Jóni Ágústi Garðarsyni, blikksmíðameistara og véla- og orkutæknifræðingi, framkvæmdastjóra Bestlu og föður hans Garðari Erlendssyni, blikksmíðameistara.
Árið 2016 bættist Guðjón Helgi Guðmundsson, húsasmíðameistari, í eigandahópinn.
Fastráðnir starfsmenn hjá Bestlu eru 14 talsins en á hverju ári vinna um 70 undirverktakar hjá okkur í fullu starfi. Við veljum með okkur reynslumikið fólk og leggjum mikla áherslu á að rækta samstarf við trausta fagaðila sem stunda vönduð vinnubrögð.