loaderimg
image

Stjörnumálun ehf.

 

Be the first to review

Stjörnumálum ehf. var stofnað árið 2007 af Ívari Þór Hilmarssyni en hann er jafnframt núverandi eigandi. Ívar er málarameistari og hlaut meistararéttindi í faginu árið 2009. Í upphafi sinnti Stjörnumálun ehf. eingöngu húsamálun en fyrirtækið sinnir í dag alhliða viðhaldi fasteigna.

Stjörnumálun ehf. er framsækið og stöndugt og getur tekist á við fjölbreytt og krefjandi verkefni hvort sem það eru stór eða lítil verkefni. Fyrirtækið býr að langri reynslu af alhliða viðhaldsvinnu og getur gert tilboð í krefjandi viðhaldsverkefni í samstarfi við aðra fagverktaka t.d. smiði, múrara, rafvirkja og pípara. Fyrirtækið er vel búið tækjum og á eigið lagerhúsnæði, nokkra þjónustubíla, fjölmargar vinnulyftur og mikið magn af vinnupöllum fyrir stærri útiverk ásamt öllum þeim verkfærum og tækjum sem þarf í öll verk stór sem smá.

Stjörnumálun ehf. leggur áherslu á að nota viðurkennd og traust viðhaldsefni frá ábyrgum framleiðendum. Fyrirtækið hefur unnið fyrir ýmis fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök, húsfélög og einstaklinga. Verkefnalistinn er fjölbreyttur sem sýnir að fyrirtækið er vel samkeppnishæft á verktakamarkaði.

image