Gleipnir verktakar ehf.
Gleipnir verktakar ehf tekur að sér öll stærri sem smærri jarðvinnuverk, einnig allar tegundir yfirborðsfrágangs. Jafnframt sér félagið um vetrarþjónustu s.s. snjómokstur og söltun. Félagið hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af allri lagnavinnu s.s. fráveitu, vatn- og hitaveitu, há- og lágspennu og fjarskiptalögnum. Byggingadeild félagsins er undir forystu húsasmíðameistara. Með félaginu starfa iðnmeistarar sem undirverktakar í pípulögnum, raflögnum, múrverki, garðyrkju og blikksmíði.