JTV – brautryðjendur í byggingu.
JTV er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í framkvæmdastjórnun byggingar- og innviðaverkefna.
Frá stofnun árið 2017 hefur fyrirtækið lagt áherslu á skipulag, fagmennsku og stöðuga þróun í vinnubrögðum. JTV vinnur náið með verkkaupum, hönnuðum og verktökum með það að markmiði að tryggja góðan árangur og gæði í öllum þáttum verkefna.
Það er sannfæring JTV að góð stjórnun byggist fyrst og fremst á öflugu starfsfólki, góðum undirbúningi, aga og samvinnu. Öll verkefni fela í sér vandamál og áskoranir. Því þjálfar JTV sitt fólk í að bregðast við af fagmennsku og yfirvegun í oft á tíðum erfiðum aðstæðum. Stöðugt er bætt við tólum í verkfærakistu starfsfólksins og tæknin er nýtt til að efla yfirsýn, samskipti og ákvarðanatöku.
Markmið JTV er að skapa umhverfi, með skipulögðum og öguðum vinnubrögðum, þar sem starfsfólk fyrirtækisins og samstarfsaðilar fá að vaxa og dafna. Þar sem góð niðurstaða verður sameiginlegur árangur allra sem að verkefninu koma.