loaderimg
image

SAFÍR byggingar ehf.

 

Be the first to review

Meginstefna SAFÍR bygginga er að byggja og þróa íbúða- og atvinnuhúsnæði sem uppfyllir nútíma kröfur um lífsgæði og vellíðan.

Fyrirtækið var stofnað árið 2021 og er fyrsta verkefni þess að byggja 436 íbúðir og atvinnuhúsnæði á Orkureitnum í Reykjavík. Mannauður fyrirtækisins hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á íslenskum byggingamarkaði og hefur stýrt og haft yfirumsjón með umfangsmiklum og fjölbreyttum byggingaverkefnum bæði hér á landi og utan landsteinanna.

SAFÍR byggingar leggja sérstaka áherslu á að byggingaverkefni séu skipulögð og hönnuð með sjálfbærni og vistvæn sjónarmið að leiðarljósi. Þá áherslu má glöggt sjá í fyrsta verkefni fyrirtækisins á Orkureitnum en þar verða blágrænar ofanvatnslausnir og endurnýting orku, byggingarefnis, jarðvegs og gróðurs á svæðinu í lykilhlutverki.

image