Traustur samstarfsaðili á sviði raflagna og sjálfvirkni.
Innan TG Raf starfar öflugt teymi starfsmanna með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu þar sem lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og að gætt sé að rekstraröryggi viðskiptavinar í hverju skrefi.
TG raf er löggiltur rafverktaki sem býður upp á faglega og trausta þjónustu á sviði raflagna og stýringa, hvort sem um sé að ræða nýlagnir eða viðhald. Lögð er mikil áhersla á vönduð vinnubrögð og að gætt sé að rekstraröryggi viðskiptavinar í hverju skrefi.
Til að tryggja fagleg og vönduð vinnubrögð er mikið lagt upp úr að viðhalda þekkingu starfsmanna á þeim kerfum sem unnið er með og þeim vottunum sem krafist er, m.a. vegna KNX kerfa, brunakerfa og raflagnahönnunar.