Við erum stálharðir! Vélsmiðjan Sveinn...
Vélsmiðjan Sveinn hefur frá upphafi sérhæft sig í rennismíði. Að framleiða og gera við vélarhluti og til þess hefur smiðjan yfir að ráða þremur mismunandi rennibekkjum, beygjuvélar og fleira. Fyrirtækið hefur fjárfest í búnaði til stálherslu og er það eitt af fáum fyrirtækjum á landinu sem býður upp á slíka þjónustu.
Stálhersla hentar vel fyrir hluti sem þyrfa styrkingu, eins og öxlar, tannhjól, hnífar og aðrir hlutir sem þurfa að þola mikið álag. Vélsmiðjan tekur þó ekki við hlutum frá öðrum framleiðendum til herslu, en getur boðið upp á alla helstu sérsmiði úr hertu stáli. Vélsmiðjan Sveinn ehf. var stofnuð árið 1993 og er staðsett í Flugumýri í Mosfellsbæ.