loaderimg
image

Vinnuvélar Símonar ehf. 

 

Be the first to review

Vinnuvélar Símonar er eitt elsta og rótgrónasta jarðverktakafyrirtæki á Norðurlandi vestra og státar af öflugum flota jarðvinnuvéla og vörubíla. Fyrirtækið var stofnað árið 1974 og hefur frá upphafi verið í hópi Framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo sem staðfestir traustan rekstur og stöðuleika fyrirtækisins.

Fyrirtækið sinnir fjölbreyttum verkefnum um allt land og sérhæfir sig í innviðatengdum framkvæmdum og þjónustu, allri almennri jarðvinnu s.s. lagningu hitaveitu, fráveitu, rafmagnsstrengja og ljósleiðara.

Fyrirtækið annast virkjun vatnsbóla, gerð húsgrunna, sinnir jarðvinnu fyrir bændur, sér um ýmis konar jarðvegsskipti, undirbúning lóða, stíga og stétta, sem og undirbúning jarðvegs fyrir malbiks-, hellu- og kantsteinavinnu.

Fyrirtækið sinnir hafnarframkvæmdum s.s hleðslu grjótgarða, þökulögn, borunum fyrir undirstöður ýmiskonar, snjómokstri og vélaflutningum. Það rekur einnig eigin efnisnámu og framleiðir og selur fjölbreytt úrval af unnu jarðefni.

image